Hoppa yfir valmynd

Norrænir sjóðir

Norræna nýsköpunarmiðstöðin

Hlutverk Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar er að hvetja til norrænnar samvinnu um tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífi Norðurlanda og aðstoða við myndun evrópskra samstarfsverkefna á grundvelli norrænnar samvinnu.

Norræna Atlantsnefndin

Norræna Atlantsnefndin (NORA) veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi á Grænlandi, Íslandi , Færeyjum og strand-Noregi.

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) tekur þátt í verkefnum með því að leggja fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána til fyrirtækja. Megintilgangur félagsins er að stuðla að umhverfisbótum svo sem bættum mengunarvörnum í löndum Mið- og Austur-Evrópu.

Norræni fjárfestingabankinn

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) veitir lán til fjárfestingarverkefna einkaaðila og opinberra aðila á Norðurlöndum sem og utan þeirra.

Norræni menningarsjóðurinn

Norræni menningarsjóðurinn.  Hlutverk sjóðsins er að auka samstarf og styðja við þróun verkefna á sviði menningar á Norðurlöndunum.

Norræni þróunarsjóðurinn

Norræni þróunarsjóðurinn (NDF). Hlutverk sjóðsins er að styrkja efnahagslegar og félagslegar framfarir í þróunarríkjum.

Síðast uppfært: 26.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta