Hoppa yfir valmynd

Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Lokað er fyrir umsóknir.

Umsóknarfrestur fyrir árið 2024 var til og með 4. apríl 2024.

Hlutverk styrkjanna:

  • Auka við nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum.


  Um styrkina: 

  • Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.

  • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.


  • Styrkjum er úthlutað til árs í senn, hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. 
  • Mótframlag frá umsækjanda þarf að lágmarki að vera 30%.
  • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðla starf á forsendum svæðanna.
  • Matshópur metur umsóknir í samræmi við nýsköpunarstefnu og áherslur stjórnvalda.
  • Umsóknir berist rafrænt á minarsidur.hvin.is.

Lóu nýsköpunarstyrkir eru ætlaðir verkefnum sem komin eru af byrjunarstigi.

Við mat á nýnæmi verkefna er stuðst við skilgreiningu OECD um nýsköpun. Nýsköpun er skilgreind sem innleiðing nýrrar eða mjög endurbættrar vöru, þjónustu eða ferils, nýrrar aðferðar til markaðssetningar eða nýrrar skipulagsaðferðar í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað eða ytri samskiptum. 

Heildarfjárhæð Lóu árið 2024 er 150 milljónir króna.

Myndmerki Lóu

 

 

Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is

Reglur Lóu og upplýsingar: 

Nánari upplýsingar veitir:

Lóa Auðunsdóttir: [email protected]

 

Matsnefnd Lóu:

Sesselja G Vilhjálmsdóttir (formaður)

Eva Hrund Einarsdóttir

Tryggvi Hjaltason

Vinsamlegast hafið ekki beint samband við fulltrúa í matsnefnd. Fyrirspurnum og ábendingum skal beint til Lóu Auðunsdóttur ([email protected]) eða á [email protected].

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta