Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Opið er fyrir umsóknir.
Umsóknarfrestur fyrir árið 2025 er til og með 30. mars 2025.
Að þessu sinni er áhersla lögð á verkefni sem fela í sér hagnýtingu stafrænna lausna, þróun og nýtingu tæknilausna í heilbrigðismálum og verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda eða afurða á nýskapandi hátt.
Hlutverk styrkjanna:
| Um styrkina:
|
|
|
|
|
Lóu nýsköpunarstyrkir eru ætlaðir verkefnum sem komin eru af byrjunarstigi.
Við mat á nýnæmi verkefna er stuðst við skilgreiningu OECD um nýsköpun. Nýsköpun er skilgreind sem innleiðing nýrrar eða mjög endurbættrar vöru, þjónustu eða ferils, nýrrar aðferðar til markaðssetningar eða nýrrar skipulagsaðferðar í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað eða ytri samskiptum.
Heildarfjárhæð Lóu árið 2025 er 100 milljónir króna.
Myndmerki Lóu
Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is
Reglur Lóu og upplýsingar:
- Handbók um Lóu - nýsköpunarstyrki
- Reglugerð fyrir Lóu- nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
- Lokaskýrsluform
- Verkefni sem hlutu Lóu - nýsköpunarstyrk árið 2023
- Verkefni sem hlutu Lóu - nýsköpunarstyrk árið 2022
Nánari upplýsingar veitir:
Lóa Auðunsdóttir: [email protected]
Matsnefnd Lóu:
Guðmundur Rafnkell Gíslason
Rannveig Björnsdóttir
Sigyn Jónsdóttir
Vinsamlegast hafið ekki beint samband við fulltrúa í matsnefnd. Fyrirspurnum og ábendingum skal beint til Lóu Auðunsdóttur ([email protected]) eða á [email protected].
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.