Reglur byggðakvóta 2021-2022
Samkvæmt reglugerð nr. 919/2021, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021/2022, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (nú matvælaráðherra) úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.623 þorskígildistonnum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.
Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.
Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2021-2022 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar.
Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á [email protected]vegna tillagna sveitarfélaga var til 4. febrúar s.l. nema annað sé tilgreint sérstaklega. Að lokinni kynningu tekur ráðuneytið afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarstjórnum og auglýsir í framhaldinu sérreglur fyrir viðkomandi byggðarlög.
Tillögur einstakra sveitarfélaga varðandi sérreglur sem víkja frá almennum skilyrðum reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 ásamt rökstuðningi má finna hér ásamt niðurstöðu eftir málsmeðferð ráðuneytisins:
Akureyrarbær
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 13.1.2022).
Árneshreppur
Samþykkt hreppsnefndar (dags. 7.4.2022).
Blönduósbær
Bolungarvíkurkaupstaður
Ekki er óskað eftir sérreglum.
Dalvíkurbyggð
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 20.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 18.1.2022).
Fjallabyggð
Tillaga sveitarstjórnar (19.1.2022).
Fjarðabyggð
Ekki er óskað eftir sérreglum vegna Stöðvarfjarðar.
Ekki er óskað eftir sérreglum vegna Mjóafjarðar.
Grundarfjarðarbær
Ekki er óskað eftir sérreglum.
Grýtubakkahreppur
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 10.01.2022).
Fundargerð sveitarstjórnar (dags. 28.03.2022).
Húnaþing vestra
Fyrri tillaga sveitarstjórnar (dags. 13.1.2022).
Fyrri samþykkt sveitarstjórnar (dags. 13.1.2022).
Athugasemdir Þrastar Óskarssonar (dags. 1.2.2022).
Ráðuneytið hefur fjallað um tillögu sveitarstjórnar Húnaþings Vestra. Í framhaldi af þeirri umfjöllun hefur borist ný tillaga frá sveitarstjórn ásamt samþykkt.
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 12.5.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 12.5.2022).
Ísafjarðarbær
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 20.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 20.1.2022).
Kaldrananeshreppur
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 17.2.2022).
Langanesbyggð
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 24.2.2022).
Múlaþing
Tillaga hefur ekki borist.
Norðurþing
Tillaga sveitarstjórnar (dags.8.1.2022).
Snæfellsbær
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 12.1.2022).
Strandabyggð
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 11.1.2022).
Bréf sveitarstjórnar (dags. 11.1.2022).
Rökstuðningur sveitarstjórnar (dags. 11.1.2022).
Stykkishólmur
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 6.2.2022).
Bréf sveitarstjórnar (dags. 25.2.2022).
Ráðuneytið hefur ekki fallist á tillögu Stykkishólmsbæjar um sérreglur.
Suðurnesjabær
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 5.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 5.1.2022).
Bréf sveitarstjórnar (dags. 5.1.2022).
Súðavíkurhreppur
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 31.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 4.2.2022).
Athugasemdir Íslandssögu hf., Norðureyri ehf. og Vestfisks ehf. (dags. 9.2.2022).
Athugasemdir Aurora Seafood (dags. 9.2.2022).
Ráðuneytið hefur samþykkt sérreglur fyrir Súðavíkurhrepp sbr. auglýsingu nr. 505/2022, um (3.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 og auglýsingu nr. 505/2022, um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 505/2022 um (3.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Sveitarfélagið Árborg
Tillaga sveitarstjórnar (tillaga dags. 4.2.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 3.2.2022).
Sveitarfélagið Hornafjörður
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 20.1.2022).
Sveitarfélagið Skagafjörður
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 17.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 17.1.2022).
Sveitarfélagið Skagaströnd
Tillaga sveitarstjórnar (tillaga dags. 21.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 21.1.2022).
Athugasemdir Breiðavíkur ehf. (dags. 20.2.2022).
Sveitarfélagið Vogar
Ekki er óskað eftir sérreglum.
Sveitarfélagið Ölfus
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 7.1.2022).
Rökstuðningur sveitarstjórnar (dags. 8.3.2022).
Tálknafjarðarhreppur
Tillaga sveitartstjórnar (dags. 20.1.2022).
Athugasemdir Steglu ehf. (dags. 3.3.2022).
Athugasemdir - bréf Odda hf. (dags. 4.2.2022).
Athugasemdir - greinargerð Odda hf. dags. 11.2.2021).
Ráðuneytið hefur samþykkt sérreglur fyrir Tálknafjarðarhrepp sbr. auglýsingu nr. 505/2022, um (3.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 og auglýsingu nr. 505/2022, um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 505/2022 um (3.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Vesturbyggð
Vesturbyggð (tillaga dags. 19.1.2022).
Vesturbyggð (samþykkt dags. 20.1.2022).
Vesturbyggð (bréf dags. 19.1.2022).
Athugasemdir Áratogs (dags. 31.1.2022).
Athugasemdir - opið bréf (dags. 17.1.2022).
Vopnafjarðarhreppur
Bréf sveitarstjórnar (dags. 3.2.2022).
Tillaga sveitarstjórnar (dags. 25.1.2022).
Samþykkt sveitarstjórnar (dags. 28.1.2022).
Ráðuneytið hefur ekki fallist á tillögu Vopnafjarðarhrepps um sérreglur.
Birt 15.1.2022
Uppfært 27.1.2022
Uppfært 28.1.2022
Uppfært 1.2.2022
Uppfært 2.2.2022
Uppfært 3.2.2022
Uppfært 4.2.2022
Uppfært 7.2.2022
Uppfært 11.2.2022
Uppfært 28.2.2022
Uppfært 10.3.2022
Uppfært 16.3.2022
Uppfært 1.4.2022
Uppfært 12.4.2022
Uppfært 13.4.2022
Uppfært 16.5.2022
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.