Hoppa yfir valmynd

Reglur byggðakvóta 2024-2025

Reglur byggðakvóta 2024-2025

Í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, er að finna ákvæði er varða skilyrði um úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum. Ráðherra setur almenn skilyrði fyrir úthlutun með reglugerð. Almennar reglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 eru í reglugerð nr. 819/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025.

Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórnar að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga.

Í 7. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eru ákvæði er varða skilyrði um skyldu til að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga og getur ráðherra heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórnar að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.

Ráðherra getur því á grundvelli framangreindra heimilda byggt á tillögum sveitarstjórna sem víkja frá ákvæðum í almennu reglunum sem er að finna í framangreindri reglugerð. Sveitarstjórnum var veittur frestur til 21. febrúar sl. til að skila inn tillögum er varða þau byggðarlög sem fá úthlutun byggðakvóta innan hvers sveitarfélags.

Málsmeðferð ráðuneytis

  1. Ráðuneytið tilkynnir viðeigandi sveitarstjórn um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan sveitarfélagsins á grundvelli ákvæða reglugerðar nr. 818/2024, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025.

  2. Erindi sveitarstjórnar um beiðni á setningu sérreglna berst ráðuneytinu ásamt tillögu að sérreglum.

  3. Ráðuneytið móttekur erindið og undirbýr kynningu á tillögu sveitarfélags.

  4. Kynning á tillögum sveitarstjórnar. Ráðuneytið birtir tillögu sveitarstjórnar á vef ráðuneytisins í sjö daga og óskar eftir athugasemdum varðandi tillögu viðkomandi sveitarstjórnar.

  5. Ráðuneytið móttekur athugasemdir vegna tillögu sveitarstjórnar fyrir viðkomandi byggðarlag og undirbýr kynningu á athugasemdum.

  6. Ráðuneytið metur hvort rökstuðningur tillagna sveitarstjórnar sé fullnægjandi eða hvort um annmarka sé um að ræða á tillögu sveitarstjórnar vegna viðkomandi byggðarlags m.t.t. afgreiðslu hennar. Ef svo er þá er sveitarstjórn tilkynnt um slíkt og gefinn kostur til úrbóta á innsendri tillögu.

  7. Ráðuneytið tekur tillögu sveitarstjórnar til efnislegar meðferðar. Við mat ráðuneytisins verður sérstaklega litið til rökstuddra tillagna sveitarfélags um að víkja frá skilyrðum á grundvelli málefnalegra og staðbundinna ástæðna enda séu þau í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga. Ráðuneytið kannar hvort aðstæður hafi breyst í viðkomandi byggðarlagi sem gefi tilefni til að fallast á eða hafna tilteknum atriðum í tillögum sveitarstjórnar. Bent skal á að þótt tilteknar tillögur að sérreglum hafi verið staðfestar á fyrri fiskveiðiárum er það ekki vísbending um að sambærilegar tillögur að sérreglum muni verða samþykktar fyrir viðkomandi byggðarlag fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 þar sem ráðuneytinu ber að taka afstöðu til hverrar tillögu fyrir sig með hliðsjón af málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga í hverju tilviki fyrir sig.

  8. Ráðuneytið skrifar fundargerð um afgreiðslu erindis.

    • Ráðuneytið staðfestir að fullu tillögu sveitarstjórnar um sérreglur.
    • Ráðuneytið staðfestir að hluta tillögu sveitarstjórnar um sérreglur.
    • Ráðuneytið hafnar tillögu sveitarstjórnar um sérreglur.

  9. Ráðuneytið sendir bréf til sveitarstjórnar um niðurstöðu ásamt rökstuðningi á afgreiðslu. Ef ástæða er til þá er sveitarstjórnum gefin kostur til úrbóta á innsendri tillögu. Auglýsing sérreglna fyrir viðkomandi byggðarlag/byggðarlög er send Stjórnartíðindum til birtingar. Ráðuneytið getur gert leiðréttingar og formbreytingar á tillögum sveitarstjórna ef þörf er á ef það er nauðsynlegt m.t.t. málfars eða samhengis. Ráðuneytið mun hins vegar ekki leggja til efnisbreytingar á tillögum sveitarstjórna heldur verða slíkar tillögur að berast ráðuneytinu frá viðkomandi sveitarstjórnum.

  10. Ráðuneytið sendir Fiskistofu fyrirmæli um að auglýsa byggðakvóta til fiskiskipa til umsóknar fyrir viðkomandi byggðarlag/byggðarlög eftir að sérreglur hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.

Tillögur sveitarstjórna fyrir einstök byggðarlög

Akureyrarbær

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Akureyrarbær

Grímsey

133

0,000

133,000

Hrísey

188

0,000

188,000

Tillaga Akureyrarbæjar (04.02.2025)

Innsent bréf Akureyrarbæjar (05.02.2025)

Fundargerð bæjarstjórnar Akureyrarbæjar (18.02.2025)

Árneshreppur

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Árneshreppur

Norðurfjörður

15

2,647

17,647

Tillaga að sérreglum hefur ekki borist.

Innsent bréf Árneshreppur (29.01.2025)

Bolungarvíkurkaupstaður

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Bolungarvíkurkaupstaður

Bolungarvík

65

0,000

65,000

Tillaga hefur ekki borist.

Dalvíkurbyggð

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Dalvíkurbyggð

Árskógssandur

58

26,339

84,339

Dalvík

21

6,468

27,468

Hauganes

15

15,000

30,000

Tillaga Dalvíkurbyggðar (18.02.2025)

Fundargerð sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar (18.02.2025)

Fundur byggðaráðs Dalvíkurbyggðar (13.02.2025)

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar (30.01.2025)

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar (06.02.2025)

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar (13.02.2025)

Fjallabyggð

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Fjallabyggð

Ólafsfjörður

18

22,963

40,963

Siglufjörður

195

82,392

277,392

Tillaga Fjallabyggðar (19.02.2025)

Fundargerð bæjarstjórnar Fjallabyggðar (19.02.2025)

Staðfesting bæjarstjórnar Fjallabyggðar (19.02.2025)

Grundarfjarðarbær

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Grundarfjarðarbær

Grundarfjörður

130

0,000

130,000

Tillaga að sérreglum hefur ekki borist.

Grýtubakkahreppur

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Grýtubakkahreppur

Grenivík

65

96,178

161,178

Tillaga að sérreglum hefur ekki borist.

Húnabyggð

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Húnabyggð

Blönduós

15

4,153

19,153

Tillaga Húnabyggðar (11.02.2025)

Fundargerð sveitarstjórnar Húnabyggðar (11.02.2025)

Húnaþing vestra

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Húnaþing vestra

Hvammstangi

130

128,838

258,838

Tillaga Húnaþings vestra (13.02.2025)

Fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra (03.02.2025)

Fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra (13.02.2025)

Ísafjarðarbær

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Ísafjarðarbær

Flateyri

285

121,913

406,913

Hnífsdalur

0

0,000

0,000

Ísafjörður

195

15,821

210,821

Suðureyri

192

2,546

194,546

Þingeyri

275

29,107

304,107

Tillaga Ísafjarðarbæjar (18.02.2025)

Fundargerð Ísafjarðarbæjar (18.02.2025)

Kaldrananeshreppur

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Kaldrananeshreppur

Drangsnes

76

12,967

88,967

Tillaga að sérreglum hefur ekki borist.

Langanesbyggð

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Langanesbyggð

Bakkafjörður

160

3,881

163,881

Langanesbyggð

Þórshöfn

32

0,577

32,577

Tillaga Langanesbyggðar (30.01.2025)

Innsent bréf Langanesbyggðar (31.01.2025)

Múlaþing

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Múlaþing

Borgarfjörður eystri

15

6,073

21,073

Djúpivogur

285

0,000

285,000

Seyðisfjörður

0

0,000

0,000

Ekki óskað eftir sérreglum.

Innsent bréf Múlaþings (13.02.2025)

Norðurþing

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Norðurþing

Húsavík

0

0,000

0,000

Kópasker

15

0,000

15,000

Raufarhöfn

164

31,035

195,035

Tillaga að sérreglum hefur ekki borist.

Innsent bréf byggðarráðs Norðurþings (20.02.2025)

Skagafjörður

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Skagafjörður

Hofsós

15

7,272

22,272

Sauðárkrókur

130

0,292

130,292

Tillaga Skagafjarðar (12.02.2025)

Fundargerð sveitarstjórnar Skagafjarðar (12.02.2025)

Snæfellsbær

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Snæfellsbær

Arnarstapi

0

1,479

1,479

Hellissandur

0

0,000

0,000

Ólafsvík

0

0,000

0,000

Rif

0

0,134

0,134

Tillaga að sérreglum hefur ekki borist.

Innsent bréf Snæfellsbæjar (06.02.2025)

Strandabyggð

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Strandabyggð

Hólmavík

130

8,515

138,515

Ekki óskað eftir sérreglum.
Samþykkt Strandabyggðar (11.02.2025)

Suðurnesjabær

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Suðurnesjabær

Sandgerði

65

0,400

65,400

Garður

65

0,346

65,346

Innsent bréf Suðurnesjabæjar (06.02.2025)

Fundargerð Suðurnesjabæjar (05.02.2025)

Tillaga Suðurnesjabæjar (05.02.2025)

Súðavíkurhreppur

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Súðavíkurhreppur

Súðavík

30

60,000

90,000

Tillaga hefur ekki borist.

Sveitarfélagið Árborg

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Sveitarfélagið Árborg

Eyrarbakki

0

1,950

1,950

Stokkseyri

30

26,550

56,550

Fundargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar (06.02.2025)

Tillaga Sveitarfélagsins Árborgar (06.02.2025)

Sveitarfélagið Hornafjörður

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Sveitarfélagið Hornafjörður

Höfn

0

0,000

0,000

Athugasemdir ráðuneytis: Engum byggðakvóta er úthlutað til byggðarlagsins og ekki eru til ráðstöfunar eftirstöðvar byggðakvóta fyrra árs því kemur ekki til afgreiðslu á tillögum að sérreglum.

Sveitarfélagið Skagaströnd

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Sveitarfélagið Skagaströnd

Skagaströnd

55

3,746

58,746

Tillaga Sveitarfélagsins Skagastrandar (18.02.2025)

Greinargerð Sveitarfélagsins Skagastrandar (19.02.2025)

Fundargerð sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar (18.02.2025)

Sveitarfélagið Stykkishólmur

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Sveitarfélagið Stykkishólmur

Stykkishólmur

65

0,000

65,000

Tillaga hefur ekki borist.

Sveitarfélagið Vogar

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Sveitarfélagið Vogar

Vogar

15

28,000

43,000

Tillaga hefur ekki borist.

Sveitarfélagið Ölfus

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Sveitarfélagið Ölfus

Þorlákshöfn

0

15,086

15,086

Tillaga hefur ekki borist.

Vesturbyggð

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Vesturbyggð

Bíldudalur

15

34,749

49,749

Brjánslækur

15

1,808

16,808

Patreksfjörður

15

0,000

15,000

Tálknafjörður

285

155,408

440,408

Tillaga Vesturbyggðar (19.02.2025)

Vopnafjarðarhreppur

Sveitarfélag

Byggðarlag

Úthlutun 2024/2025 (t)

Eftirstöðvar af úthlutun 2023/2024 (t)

Samtals til ráðstöfunar 2024/2025 (t)

Vopnafjarðarhreppur

Vopnafjörður

54

51,500

105,500

Tillaga Vopnafjarðarhrepps (20.02.2025)

Fundargerð sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps (20.02.2025)

Birt 25.02.2025.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta