Hoppa yfir valmynd

Starfsheiti í tækni- og hönnunargreinum

Upplýsingar og umsóknareyðublöð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið veitir leyfi til að nota nokkur starfsheiti sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, á grundvelli laga um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum, nr. 8/1996. Lögin taka til eftirtalinna starfsheita:

  • arkitekta (húsameistara) 
  • byggingafræðinga 
  • grafískra hönnuða
  • húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða) eða hluta þessa starfsheitis 
  • iðnfræðinga 
  • landslagsarkitekta (landslagshönnuða)
  • raffræðinga
  • skipulagsfræðinga
  • tæknifræðinga
  • tölvunarfræðinga 
  • verkfræðinga

Rétt til að nota starfsheiti þau sem lögin taka til eða orð sem fela í sér þau heiti hafa þeir einir sem lokið hafa fullnaðarprófi í viðkomandi starfsgrein og fengið hafa leyfi ráðherra til að nota viðkomandi starfsheiti. Þeir sem lokið hafa BS-prófi eða meistaraprófi í tölvunarfræði frá viðurkenndum íslenskum háskóla þurfa ekki slíkt leyfi ráðherra. Þeir sem lokið hafa BA-prófi eða meistaraprófi í grafískri hönnun frá viðurkenndum íslenskum háskóla, svo og lokaprófi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskólanum eða Myndlistaskólanum á Akureyri, þurfa ekki heldur slíkt leyfi ráðherra.

Reglur um fullnaðarpróf og mat á umsóknum er að finna neðst á þessari síðu.

Umsóknareyðublöð:

Sækja skal um leyfi til að nota starfsheiti á Mínar síður Stjórnarráðsins minarsidur.stjr.is. Innskráning er með rafrænum skilríkjum. Nánari leiðbeiningar um notkun vefsins.

Eftir innskráningu skal velja flipann Eyðublöð. Undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti er viðeigandi umsóknareyðublað aðgengilegt. Athugið að eyðublaðið má vista meðan á vinnslu stendur en umsókn berst ekki ráðuneytinu fyrr en umsóknin hefur verið send.

Meðferð umsóknar:

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti sendir umsóknir til umsagnar viðeigandi fagfélags, sem hefur tvo mánuði til að veita ráðuneytinu umsögn.

Ef umsögnin er jákvæð útbýr ráðuneytið leyfisbréf og gefur út reikning fyrir gjaldi sem þarf að greiða fyrir leyfisbréfið í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991. Reikningurinn birtist eingöngu í heimabanka umsækjanda. Þegar greiðsla hefur farið fram er leyfisbréfið sent á lögheimili umsækjanda. Í framhaldi af því er  nafn viðkomandi birt á  lista ráðuneytisins yfir þá sem fengið  hafa leyfi til að nota viðeigandi starfsheiti. Lista yfir handhafa starfsleyfa er að finna neðst á þessari síðu.

Ef umsækjandi hefur ekki tök á senda umsókn í gegnum Mínar síður Stjórnarráðsins skal hafa samband við ráðuneytið með því að senda tölvupóst á  [email protected]  eða í síma 545-9600.

Upplýsingar á ensku

Application for a permission to use a legally protected professional title

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 29.11.2023

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta