Hoppa yfir valmynd

Viðurkenndir bókarar

Samkvæmt bókhaldslögum geta þeir einir sem teknir hafa verið á skrá sem menningar- og viðskiptaráðuneyti heldur kallað sig viðurkennda bókara. Sá sem óskar að fá viðurkenningu sem bókari og tekin er á skrána skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

  1. Vera heimilisfastur hér á landi.
  2. Vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
  3. Hafa staðist próf til viðurkenningar skv. reglugerð nr. 649/2019 um námskeið og próf fyrir viðurkennda bókara.

Auglýsing um skráningu og próf til viðurkenningar bókara

Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara 2022 sem hér segir:

  • Prófhluti I: Reikningshald og upplýsingatækni fimmtudaginn 13. október 2022 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 3. október 2022.
  • Prófhluti II: Skattskil mánudaginn 21. nóvember 2022 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 3. nóvember 2022.
  • Prófhluti III: Raunhæft verkefni laugardaginn 10. desember 2022 – prófið hefst kl. 12 og stendur til kl. 17. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. desember 2022.

Skráningu í öll próf fer fram samtímis (allir prófhlutar) og lýkur þann 6. september 2022

Hér á vef Promennt fer fram skráning í prófin

Skiptir ekki máli hvort próftaki ætlar að taka eitt próf eða öll. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfresti lýkur. Próftakar bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf. Öllum er frjálst að skrá sig í próf. Þeir sem skrá sig í próf haustið 2022 eða síðar verða að hafa lokið prófum í öllum prófhlutum haustið 2023 og í upptökuprófum eigi síðar en í janúar/febrúar 2024.

Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 1101/2021 um próf til viðurkenningar bókara og til prófefnislýsingar prófnefndar viðurkenndra bókara. Prófin eru rafræn og eru öll gögn leyfileg. Prófefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar viðurkenndra bókara á heimasíðu menningar og viðskiptaráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/profefnislysing/

Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0-10. Lágmarkseinkunn til að standast einstaka prófhluta er 5,0. Til þess að standast fullnaðarpróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,00 í vegna meðaleinkunn (lokaeinkunn) úr öllum prófhlutum.

Hér á vef Promennt fer fram skráning í prófin

Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 47.500. Eigi er skylt að standa fyrir prófi nema a.m.k. 30 þátttakendur hafi skráð sig í próf. Ef próftökugjald er ekki greitt á eindaga þá fellur niður próftökuréttur. 

Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skilyrðum um að próftaki sé lögráða og hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta). 

Væntanlegir próftakar skulu skrá sig til prófs á heimasíðu menningar- og viðskiptaráðuneytisins www.mvf.is eða á heimasíðu framkvæmdaraðila prófanna www.promennt.is

 

Reykjavík, 1. júlí 2022

Prófnefnd viðurkenndra bókara

 

Prófnefnd viðurkenndra bókara

Prófnefnd bókara er skipuð af ráðherra menningar- og viðskiptaráðherra til fjögurra ára í senn. Prófnefnd hefur umsjón með prófi til viðurkenningar bókara.

Skipan prófnefndar viðurkenndra bókara 2019-2023

  • Elva Ósk S. Wiium, lögmaður, formaður
  • Magdalena Lára Gestsdóttir, viðurkenndur bókari
  • Einar Guðbjartsson, dósent við félagsvísindasvið viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Netfang prófnefndar: [email protected].

Póstfang prófnefndar:

    Prófnefnd viðurkenndra bókara

    b.t. Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Sölvhólsgötu 7

    101 Reykjavík

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir


Síðast uppfært: 27.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta