Hoppa yfir valmynd

Endurskoðun

Markmið löggjafar á sviði endurskoðunar, bókhalds og ársreikninga er að stuðla að heilbrigðu og gagnsæju viðskiptaumhverfi.

Endurskoðun skal auka gæði og trúverðugleika fjárhagsupplýsinga félaga. Samkvæmt skilgreiningu í lögum um endurskoðun er hún óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós rökstutt og faglegt álit endurskoðanda um áreiðanleika þeirra og framsetningu í samræmi við lög, settar reikningsskilareglur eða önnur skilyrði sem fram koma í álitsgerðinni.  

Endurskoðendur

Í lögum um endurskoðendur kemur fram að endurskoðendur séu þeir sem hafa löggildingu til endurskoðunarstarfa. Það felur í sér að viðkomandi hafi þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum og fullnægi að öðru leyti skilyrðum laganna.

Löggilding til endurskoðunar

Til þess að öðlast löggildingu til endurskoðunar verður viðkomandi að standast próf sem þriggja manna prófnefnd annast. Próf skulu haldin að jafnaði einu sinni á ári og er það endurskoðendaráð sem gefur út löggildingarskírteini handa endurskoðanda. Nánar er kveðið á um fyrirkomulag prófa í reglugerð nr. 589/2009, um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa.

Endurmenntun endurskoðenda

Endurskoðandi sem hefur ekki lagt inn réttindi sín, skal á hverju þriggja ára tímabili sækja endurmenntun. Nánar er kveðið á um endurmenntun endurskoðenda í samnefndri reglugerð nr. 665/2020.

Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda

Endurskoðanda er skylt að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu hjá vátryggingarfélagi, sem hefur starfsleyfi hér á landi, vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af störfum hans eða starfsmanna hans. Endurskoðenda ber árlega að senda Endurskoðendaráði staðfestingu um að hann hafi í gildi starfsábyrgðartryggingu. Í reglugerð nr. 1010/2020, um starfsábyrgðartryggingu endurskoðenda, er að finna nánari útlistun á tryggingarskilmálum.

Endurskoðendaráð

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun  og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Prófnefnd löggiltra endurskoðenda

Endurskoðendaráð skipar þriggja manna prófnefnd endurskoðenda sem heldur próf fyrir þá sem sækja um löggildingu til endurskoðunarstarfa. Prófnefndin er skipuð til fjögurra ára í senn.

Listi yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki

Síðast uppfært: 3.1.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta