Hoppa yfir valmynd

Félagaréttur og skráning í fyrirtækjaskrá

Undir félagarétt fellur m.a. löggjöf um hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög, sameignarfélög, sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur og firmu (sameignarfélög, samlagsfélög og einstaklingsfyrirtæki). Í lögunum um hlutafélög eru sérstök ákvæði um opinber hlutafélög og samlagshlutafélög. Hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu eru veittar upplýsingar um málaflokkinn og undanþágur frá búsetuskilyrðum laga um hlutafélög og laga um einkahlutafélög, íhlutun vegna boðunar hluthafafunda og sérstakar rannsóknar skv. hlutafélagalöggjöfinni.

Upplýsingar um skráningar fyrirtækja má finna á vef fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Þar er jafnframt að finna eyðublöð vegna umsókna og tilkynninga til fyrirtækjaskrár.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

 

  • Reglugerð nr. 485/2013, um framsal ráðherra á valdi sínu til að veita undanþágu frá innköllunarskyldu skv. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög.
  • Lög nr. 26/2004 um Evrópufélög.
  • Lög nr. 92/2006 um evrópsk samvinnufélög. 
  • Ensk þýðing á lögum um evrópsk samvinnufélög.

 

 

Síðast uppfært: 2.1.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta