Hitaveitur
Hitaveitur í landinu sjá um 90% landsmanna fyrir heitu vatni til húshitunar. Hitaveitur skiptast í tvo flokka eftir því hvort þær hafa einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði og starfa samkvæmt reglugerð eða hvort starfsemin fer fram án slíks leyfis.
Fjölmargar smærri hitaveitur starfa ekki samkvæmt einkaleyfi og reglugerð. Er áætlaður heildarfjöldi slíkra veitna um 200. Þær nýta flestar heitt vatn úr borholum, laugum eða hverum til húshitunar.
Margar sjá einungis stökum sveitabæjum fyrir vatni, en einnig er um að ræða veitur sem veita vatni til fleiri bæja og sumarhúsabyggða eða atvinnustarfsemi á borð við fiskeldi, iðnað og ylrækt.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
- Orkulög nr. 58/1967
- Reglugerðir um hitaveitur
- Reglugerð um tæknilega tengiskilmála hitaveitna nr. 488/2021
Gjaldskrár
Auðlindir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.