Stofnstyrkir til hitaveitna
Samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar er heimilt að veita styrki til stofnunar nýrra hitaveitna eða til stækkunar eldri veitna. Skal þeim fjármunum varið til eftirfarandi þátta:
- Til nýrra hitaveitna sem hófu rekstur árið 1998 eða síðar.
- Til hitaveitna sem hafa aukið við dreifikerfi sitt á árinu 1998 eða síðar til að geta tengt íbúðarhúsnæði sem notið hefur niðurgreiðslna á rafhitun.
- Til starfandi hitaveitna sem hafa einkaleyfi til dreifingar á heitu vatni og stækka veitusvæði sitt með yfirtöku á hitaveitum sem ekki hafa slíkt einkaleyfi, dreifa heitu vatni um dreifikerfi sitt til a.m.k. 5 aðgreindra húsveitna og standa frammi fyrir kostnaðarsömum aðgerðum vegna endurnýjunar dreifikerfis.
- Til íbúðareigenda sem vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun og/eða ráðast í aðgerðir sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun.
Sækja má um eingreiðslu vegna aðgerða sem leiða til betri orkunýtingar við húshitun með eftirtöldum leiðum:
- Fylla út umsókn á netinu og senda rafrænt til Orkustofnunar.
- Fylla út eyðublað á pappírsformi og senda í pósti til Akureyrarseturs Orkustofnunar, Rangárvöllum 603 Akureyri. Orkustofnun sendir eyðublaðið til þeirra sem þess óska.
Eingreiðslur til hverrar hitaveitu/notanda getur numið allt að 16 ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða olíu til húshitunar miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
- Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002
Hitaveitur
Síðast uppfært: 28.10.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.