Hoppa yfir valmynd

Nýting á auðlindum í jörðu og á eða undir hafsbotni

Auðlindir í jörðu

Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, taka til auðlinda í jörðu í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga. Lögin taka einnig til rannsókna á vatnsafli til raforkuframleiðslu. Samkvæmt lögunum er með auðlindum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.

Umhverfis- og orkustofnun sér um útgáfu leyfa vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum í jörðu skv. lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Samkvæmt lögunum skal í umsóknum um rannsóknar- og nýtingarleyfi koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun leyfis ásamt ítarlegum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir umsækjanda. Í 18. grein laganna er fjallað um þau atriði sem m.a. skal tilgreina írannsóknar- og/eða nýtingarleyfi skv. lögunum.

Auðlindir hafsbotnsins

Samkvæmt lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, er íslenska ríkið eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.1.2025 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta