Orkumál
Orkumál er ein af grundvallar stoðum atvinnulífs á Íslandi. Sérstaða orkumála á Íslandi liggur í hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa. Öll raforkuframleiðsla á Íslandi er af endurnýjanlegum uppruna (73% vatnsafl, 26% jarðvarmi og 0,1% vindorka) og um 99% húshitunar á Íslandi er af endurnýjanlegum uppruna (90% jarðvarmi og 9% raforka). Hlutfall jarðefnaeldsneytis hefur minnkað jafnt og þétt í orkubúskap landsmanna undanfarna áratugi og er stefna stjórnvalda að sú þróun haldi áfram. Stjórnvöld hafa stutt við hitaveituvæðingu undanfarinna áratuga með tilheyrandi jákvæðum efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum. Innlend notkun jarðefnaeldsneytis stafar mest frá samgöngum á landi og frá starfsemi fiskiskipaflotans.
Undir hugtakið orkumál falla m.a. raforkumál, raforkumarkaður, flutningskerfi raforku, orkuvinnsla, jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar og Loftslags- og orkusjóður.
Orkustefna fyrir Ísland var gefin út árið 2020, sem ber heitið „Orkustefna til ársins 2050: Sjálfbær orkuframtíð.“
Orka varðar alla Íslendinga og kemur daglega við sögu í lífi landsmanna. Aðgengi að orku, jafnt varma, rafmagni og eldsneyti, er hluti af almennum lífsgæðum almennings og jafnframt forsenda þess að hana megi nýta sem aflgjafa til að knýja hjól atvinnulífsins. Verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum er þannig ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Orkuöryggi og tryggt orkuframboð er grundvallarþáttur í þjóðaröryggi Íslands. Orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, eru nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Áhugaverðir tenglar
Fréttir
- Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðStarfsemi hafin hjá nýrri Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun02. 01. 2025
- Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðGrunnur orkuskiptaáætlunar meðal tillagna starfshóps20. 12. 2024
Tengd verkefni
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.