Hoppa yfir valmynd

Niðurgreiðslur húshitunar

Um 90% landsmanna hafa aðgang að jarðhita til að kynda hús sín. Íbúar þeirra svæða sem ekki hafa aðgang að jarðhita og kynda hús sín með raforku eða olíu njóta niðurgreiðslna á húshitun þar sem hún er mun dýrari en húshitun með jarðhita.

Árið 2002 voru samþykkt sérstök lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fer með yfirumsjón með þeim lögum en almenn umsýsla með niðurgreiðslum til húshitunar er í höndum Umhverfis- og orkustofnunar sem veitir frekari upplýsingar.

Á sérstökum fjárlagalið er tilgreind á hverju ári sú fjárhæð sem varið er til niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (sbr. fjárlagaliður 04-583 Niðurgreiðslur á húshitun).

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Gagnlegar upplýsingar

Styrkir til hitaveitna
Heimilt er að veita styrki til nýrra hitaveitna sem lagðar eru á svæðum þar sem áður hefur verið kynt með rafmagni. Styrkirnir geta numið allt að átta ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða olíu til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan.

Jarðhitaleit 

Undanfarin ár hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðið fyrir sérstöku átaki til jarðhitaleitar á svokölluðum köldum svæðum, þ.e. svæðum þar sem jarðhiti er lítt eða ekki þekktur á yfirborði. 

Umhverfis- og orkustofnun hefur farið með umsjón verkefnisins.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta