Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Ísland nýtir áfram sveigjanleikaákvæði ETS
10. 01. 2025Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að Ísland muni áfram...
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði sumarið 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Fram kemur í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að sérlög verði sett um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera.
Starfshópurinn var skipaður þeim Hilmari Gunnlaugssyni, sem var formaður hópsins, hópsins, Björtu Ólafsdóttur, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrv. alþingismanni.
Víðtækt samráð var haft við hagaðila við gerð skýrslunnar og ákvað starfshópurinn í upphafi að opna sem mest fyrir umsagnir, enda ljóst að viðfangsefnið væri umdeilt, og bárust um 70 umsagnir.
Þá hélt hópurinn um 50 fundi, auk þess sem yfir 100 gestakomur hafa verið hjá starfshópnum og reglulegt samráð viðhaft við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Starfshópurinn hefur skilað ráðherra stöðuskýrslu og lagði jafnframt til að greiningin yrði kynnt sérstaklega með opinberri umræðu. Slíkri umræðu yrði gefið svigrúm til að þroskast og því yrði tillögum, t.d. í formi lagafrumvarps, skilað nokkru síðar.
Ráðherra hefur því boðið til opinna funda þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér stöðuskýrsluna og eiga beint samtal við starfshópinn og ráðherra, áður en hópurinn skilar formlegum niðurstöðum og tillögum að stefnumótun ríkisins í þessum efnum.
Í stöðuskýrslunni eru dregin saman helstu álitaefni sem ramma inn umræðuna um vindorku.
Að mörgu er að hyggja þegar kemur að regluverki um vindorku, en umræður hér á landi eru komnar skemmra á veg en í mörgum þeirra ríkja sem við berum okkur saman við.
Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að Ísland muni áfram...
Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Um áramótin tóku til starfa nýjar stofnanir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins Umhverfis-...