Hoppa yfir valmynd

Orkusparnaður og orkunýtni

Orkuframleiðsla á Íslandi er sú hæsta í heimi á hvern íbúa. Það felst í þeirri staðreynd að 80% af raforkuvinnslu á Íslandi er notuð í stóriðju en 20% fyrir almenning og minni fyrirtæki. Margvísleg tækifæri eru til bætrrar orkunýtni og orkusparnaðar. Mikil tækifæri eru enn til staðar til að bæta orkunýtni á rafhituðum svæðum hérlendis. Bestu leiðirnar til þess eru aðallega þrjár: Að draga úr orkunotkun með því að nýta varmadælur og varmageymslur í meiri mæli; að skipta út raforku til húshitunar fyrir jarðhita og nýta glatvarma þar sem slíkt er í boði.

Á vegum Umhverfis- og orkustofnunar er rekið Orkusetur sem hefur það hlutverk að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.

Markmið laga um visthönnun vöru er tengist orkunotkun og laga um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun er að hvetja til orkusparnaðar og betri orkunýtni.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með framkvæmd laganna.

Sjá einnig:

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta