Hoppa yfir valmynd

Fjármálastöðugleikaráð

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar í því skyni að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, sporna við uppsöfnun kerfisáhættu og samhæfa viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu. Í ráðinu sitja ráðherra, sem er formaður ráðsins, og seðlabankastjóri. Fjármálastöðugleikaráð kemur saman að minnsta kosti þrisvar á ári en fundar jafnframt sérstaklega þegar fjármálastöðugleika er ógnað eða hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum eða tjóni á fjármálamarkaði. Meðlimir ráðsins eru fjármála- og efnahagsráðherra og seðlabankastjóri. Ráðherra er formaður fjármálastöðugleikaráðs.

Helstu verkefni fjármálastöðugleikaráðs eru:

  • að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika,
  • að vakta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika,
  • að meta árangur af þjóðhagsvarúðartækjum

Fjármálastöðugleikaráð fundar sérstaklega þegar fjármálastöðugleika er ógnað eða hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum eða tjóni á fjármálamarkaði. Ráðið leggur mat á til hvaða nauðsynlegu aðgerða eða ráðstafana þurfi að grípa og samræmir aðkomu stjórnvalda við slíkar aðstæður. 

Fréttatilkynningar og fundargerðir

Síðast uppfært: 7.5.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta