Eldra efni fjármálastöðugleikaráðs
Hinn 1. janúar 2020 breyttist hlutverk fjármálastöðugleikaráðs með sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Fram að þeim tíma hafði fjármálastöðugleikaráð m.a. beint tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að leggja á eiginfjárauka og gefið álit á reglum Fjármálaeftirlitsins um hámark veðsetningarhlutfalls. Hér má finna þau tilmæli og álit, auk fundargerða og fréttatilkynninga fjármálastöðugleikaráðs fram að 1. janúar 2020.
Tilmæli Fjármálastöðugleikaráðs um eiginfjárauka
| Sveiflujöfnunarauki | Eiginfjárauki vegna KMF | Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu |
---|---|---|---|
22. janúar 2016 | Tilmæli til Fjármálaeftirlitsins | Tilmæli um eiginfjárrauka | Tilmæli til Fjármálaeftirlitsins |
30. september 2016 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
20. júní 2017 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
10. apríl 2017 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | Tilmæli um eiginfjárrauka | |
22. desember 2017 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
13. apríl 2018 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | Tilmæli um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki | Tilmæli um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu |
26. júní 2018 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | ||
5. október 2018 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
19. desember 2018 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
1. apríl 2019 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | Tilmæli um eiginfjárrauka | |
24. júní 2019 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
26. september 2019 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
18. desember 2019 | Tilmæli um sveiflujöfnunarauka | | |
Álit fjármálastöðugleikaráðs
Heimild til þess að setja reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteigna og hámarka heildarfjárhæðar fasteignaláns eða greiðslubyrðar þess í hlutfalli við tekjur neytenda var veitt Fjármálaeftirlitinu í lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda, að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs. Heimildin tók gildi 1. apríl 2017 og slíkar reglur voru settar í fyrsta skipti 20. júlí 2017. Fjármálastöðugleikaráð gaf álit á þeim reglum á fundi sínum 20. júní sama ár.
Fundargerðir og fréttatilkynningar
Fundargerðir
Fréttatilkynningar
Fjármálastöðugleikaráð
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.