Hoppa yfir valmynd
16. október 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálastöðugleikaráðs

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 15. október 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Í fjármálastöðugleikaráði sitja fjármála- og efnahagsráðherra, sem er formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Eftirfarandi mál voru á dagskrá:

  • Skýrsla kerfisáhættunefndar
  • Drög að starfsreglum fjármálastöðugleikaráðs og kerfisáhættunefndar
  • Ákvæði um eiginfjárauka í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki
  • Drög að opinberri stefnu um fjármálastöðugleika
  • Önnur mál

Að mati fjármálastöðugleikaráðs er jafnvægi í þjóðarbúskapnum  með besta móti um þessar mundir ef frá er talinn fjármagnsjöfnuður sem haminn er af fjármagnshöftum. Helstu kerfisáhættuþættir eru hinir sömu og undanfarin misseri: Fjármagnshreyfingar gætu valdið óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta eða eignaverð brenglast af völdum viðvarandi fjármagnshafta.  Þung endurgreiðslubyrði þjóðarbúsins í erlendum gjaldmiðlum eykur á greiðslujafnaðarvanda vegna mögulegra fjármagnshreyfinga við losun hafta. Þótt eiginfjárstaða bankanna sé sterk og ágætur hagnaður af rekstri þeirra ber að hafa í huga að óreglulegir liðir vega þungt í hagnaðinum. Útlán til einkageirans halda áfram að dragast saman og útlánaskilyrði hafa lítið breyst á síðustu mánuðum. Fjármögnun bankanna byggist enn að mestu leyti á stöðugum innlendum innlánum en endurfjármögnunaráhættan sem tengist skuldabréfum milli Landsbankans og LBI er miðað við óbreytta skilmála enn fyrir hendi.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta