Hoppa yfir valmynd
15. maí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 14. apríl 2015

Fundargerð fjármálastöðugleikaráðs 14. apríl 2015.

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Aðrir fundarmenn: Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 13.10

1.                  Fyrirkomulag fundargerða

Rætt um fyrirkomulag fundargerða og samþykktar þeirra, sbr. ákvæði í starfsreglum ráðsins.   

2.                  Greinargerð kerfisáhættunefndar

Formaður kerfisáhættunefndar kynnti greinargerð hennar til fjármálastöðugleikaráðs. Áhætta í fjármálakerfinu er að mestu óbreytt frá síðasta fundi kerfisáhættunefndar. Jafnvægi í þjóðarbúskapnum er með besta móti um þessar mundir ef frá er talinn fjármagnsjöfnuður sem haminn er af fjármagnshöftum. Þrátt fyrir hagstætt ytra umhverfi fjármálastöðugleika eru nokkrir áhættuþættir til staðar sem vert er að gefa gaum, ýmist til skamms tíma eða langs tíma litið. Áhætta til skamms tíma tengist fyrirhugaðri losun fjármagnshafta en til lengri tíma litið gætu viðvarandi fjármagnshöft einnig haft áhættu í för með sér. Þrátt fyrir mikinn hagnað og sterka eiginfjárstöðu er grunnrekstur bankanna fremur veikburða, sem til lengri tíma litið gæti sett þrýsting á efnahagsreikning þeirra. Umræður. 

3.                  Veðhlutföll og lánagreiðsluhlutföll

Rætt um veðhlutföll (e. loan to value eða LTV) og lánagreiðsluhlutföll (e. debt service to income eða DSTI) og beitingu þeirra sem þjóðhagsvarúðartækja. Til stendur að setja reglusetningarheimild til Fjármáleftirlitsins um þessi hlutföll í frumvarp til nýrra laga um fasteignalán til neytenda sem stefnt er að því að leggja fram síðar á árinu. Reglurnar yrðu settar að fengnum tilmælum fjármálastöðugleikaráðs. 

4.                  Áhættuvísar fyrir millimarkmið

Fyrsta millimarkmið um fjármálastöðugleika er að: „vinna gegn óhóflegum útlánavexti, skuldsetningu og ójafnvægi á eignamörkuðum“ samkvæmt því sem fram kemur í opinberri stefnu um fjármálastöðugleika. Fjármálastöðugleikaráð staðfesti þrjá kjarnavísa fyrir þetta millimarkmið: 1) þróun útlána í hlutfalli af vergri landsframleiðslu, 2) raunvöxt útlána til heimila og fyrirtækja, 3) raunhækkun íbúða- og atvinnuhúsnæðisverðs.

5.                  Kerfislega mikilvægir eftirlitsskyldir aðilar

Lögð var fram til samþykktar skilgreining á kerfislega mikilvægum eftirlitsskyldum aðilum. Hún var unnin af kerfisáhættunefnd og byggð á þeirri aðferðafræði sem kynnt var á síðasta fundi. Þá var lagt til að Arion banki hf., Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf. og Íbúðalánasjóður yrðu skilgreindir sem kerfislega mikilvægir eftirlitsskyldir aðilar. Fjármálastöðugleikaráð staðfestir þá aðferðafræði sem notuð er við matið og að þessir fjórir aðilar skuli teljast kerfislega mikilvægir. 

6.                  Önnur mál:

a.      Breyting á opinberri stefnu um fjármálastöðugleika

Lagðar til orðalagsbreytingar til leiðréttingar á opinberri stefnu um fjármálastöðugleika. Samþykkt.

b.      Fréttatilkynning

Samþykkt með breytingum.

Fundi slitið 14:55

 

 

 

 

 

 

 


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta