Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 22. janúar 2016

Fundargerð fjármálastöðugleikaráðs 22. janúar 2016.

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Aðrir fundarmenn: Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 13:08.

1. Greinargerð kerfisáhættunefndar.

Formaður kerfisáhættunefndar fór yfir greinargerð hennar til fjármálastöðugleikaráðs og fjallaði um helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu að mati nefndarinnar. Líkur væru á auknu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlán væru farin að aukast, þó enn innan hóflegra marka. Samspil ójafnvægis í þjóðarbúskapnum og útlánaaukningar gæti haft neikvæð áhrif á hagkerfið. Viðnámsþróttur bankanna væri góður sem sjá mætti á eiginfjár- og lausafjárhlutföllum þeirra. Fylgst væri náið með lausafjárstöðu þeirra í tengslum við uppgjör á slitabúum og útboði aflandskróna. Innstreymi fjármagns á skuldabréfamarkað í sumar og haust væri ekki talið ógn við fjármálastöðugleika.

2. Eiginfjáraukar

Fjármálastöðugleikaráð tók til umfjöllunar tillögu kerfisáhættunefndar um að leggja eiginfjárauka á fjármálafyrirtæki en um er að ræða eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, eiginfjárauka vegna kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og sveiflujöfnunarauka. Lagðar voru fyrir fundinn ítarlegar greiningar nefndarinnar til rökstuðnings þessum tillögum og samþykkti fjármálastöðugleikaráð að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að leggja eiginfjáraukana á. [1] Fjallað var um áhrif tilmælanna á þau fjármálafyrirtæki sem eiginfjáraukarnir myndu leggjast á og hvaða eiginfjáraukum væri beitt í nágrannaríkjum okkar. Þá ræddu ráðsmenn samspil peningamálastefnu, ríkisfjármálastefnu og þjóðhagsvarúðartækja og reynslu annarra ríkja af beitingu slíkra tækja.

3. Önnur mál:

Fréttatilkynning samþykkt með breytingum.

Fundi slitið 14:35.


[1] Þessi ákvörðun var ítarlega rökstudd í tilmælunum sjálfum sem birtust á heimasíðu ráðsins 25. janúar 2016, sjá nánar hér: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/fyrsti-fundur-fjarmalastodugleikarads-arid-2016.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta