Hoppa yfir valmynd
19. maí 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn miðvikudaginn 18. maí í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á fundi ráðsins var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu og greinargerð kerfisáhættunefndar til fjármálastöðugleikaráðs. Á heildina litið hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu síðan fjármálastöðugleikaráð kom síðast saman. Þeir áhættuþættir sem taldir eru skipta mestu máli um þessar mundir eru merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum sem til lengdar getur aukið hættu á fjármálalegu ójafnvægi, sviptingar á alþjóðlegum mörkuðum sem gætu haft áhrif á aðgengi innlendra banka að erlendum lánsfjármörkuðum og aukið innstreymi fjármagns sem gæti ýtt undir aukna skuldsetningu innlendra aðila og dregið úr viðnámsþrótti þeirra í niðursveiflu.

Eftirfarandi mál voru á dagskrá: Ársfjórðungslegt mat á sveiflujöfnunarauka, álagning eiginfjárauka og vísar fyrir annað millimarkmið um fjármálastöðugleika sem samkvæmt opinberri stefnu er að vinna gegn óhóflegu gjalddagamisræmi og lausafjárskorti, sér í lagi í erlendum gjaldmiðlum.

Mat á stöðu hagkerfisins nú þótti ekki gefa tilefni til þess að breyta gildi sveiflujöfnunarauka og helst hann því óbreyttur frá síðasta fundi í 1%. Þá samþykkti ráðið þrjá kjarnavísa sem lagðir verða til grundvallar öðru millimarkmiði um fjármálastöðugleika en þeir eru i) innlán sem hlutfall af útlánum, ii) lausar eignir sem hlutfall af heildareignum og iii) kjarnafjármögnun sem hlutfall af heildarfjármögnun.

Næsti fundur fjármálastöðugleikaráðs verður 10. júní 2016.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta