Hoppa yfir valmynd
09. nóvember 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 9. október 2017

Fundur fjármálastöðugleikaráðs haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti 9. október 2017.

Ráðsmenn: Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Aðrir fundarmenn: Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 16:32

1. Greinargerð kerfisáhættunefndar
Formaður kerfisáhættunefndar fór yfir greinargerð nefndarinnar til fjármálastöðugleikaráðs. Staða fasteignamarkaðarins var rædd og farið yfir áhættuþætti tengda ferðaþjónustunni sem gætu raungerst ef þar yrði skyndilegur viðsnúningur. Viðnámsþróttur bankanna er með ágætum, hvort sem litið er til eiginfjár- eða lausafjárstöðu. Áhættuálag á alþjóðlegum fjármálamörkum er tiltölulega lítið um þessar mundir þrátt fyrir að nokkur óvissa ríki, þ.á m. í stærstu hagkerfum heimsins. Mat á stöðunni nú gefur ekki tilefni til þess að telja að fjármálastöðugleika sé með einhverjum hætti ógnað.

2. Ársfjórðungsleg ákvörðun um sveiflujöfnunarauka
Tillaga kerfisáhættunefndar um óbreyttan sveiflujöfnunarauka frá fundi ráðsins 30. september 2016 var samþykkt. Sveiflujöfnunaraukinn verður því áfram 1,25% fyrir öll fjármálafyrirtæki bæði hvert fyrir sig og á samstæðugrunni, nema þau sem undanskilin eru eiginfjáraukanum skv. 4. mgr. 86. gr. d. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

3. Erindi Sambands íslenskra sparisjóða um álagningu eiginfjárauka vegna kerfisáhættu
Fjármálastöðugleikaráði barst erindi frá Sambandi íslenskra sparisjóða dags. 3. október 2017 um álagningu eiginfjárauka vegna kerfisáhættu. Í bréfinu eru færð rök fyrir því að sparisjóðirnir verði undanþegnir eiginfjárauka vegna kerfisáhættu þegar kemur að endurskoðun fyrirliggjandi tilmæla um hann. Afstaða verður tekin til þessa þegar greining og ákvörðun liggur fyrir.

4. Fréttatilkynning

Samþykkt án breytinga.
Fundi slitið 17:09

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta