Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs 2018

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2018 var haldinn fimmtudaginn 18. janúar í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Á heildina litið er áhætta í fjármálakerfinu fremur lítil. Spenna ríkir á fasteignamarkaði, fasteignaverð er í sögulegu hámarki og farið að víkja frá undirliggjandi efnahagsþáttum. Vísbendingar eru þó um að farið sé að hægja á verðhækkunum á fasteignamarkaði. Vöxtur í ferðaþjónustu er enn umtalsverður en hefur hægt á sér. Útlánavöxtur er farinn að að sækja í sig veðrið, sérstaklega hjá fyrirtækjum. Þótt dregið hafi úr afgangi af utanríkisviðskiptum sl. misseri, eru enn horfur á að ytri jöfnuður þjóðarbúsins styðji við stöðugleika á næstu árum. Staða heimila og fyrirtækja er enn sterk, þar vegast á annars vegar aukin skuldsetning og kröftug einkaneysla og hins vegar hátt eignaverð. Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er einnig mikill, þrátt fyrir töluverðar arðgreiðslur sl. misseri. Miklar arðgreiðslur eru til þess fallnar að draga úr viðnámsþrótti bankanna. Þá verður einnig að gæta að lausafjárstöðu bankanna við arðgreiðslur.

Á næstu misserum verða margvíslegir fjármálainnviðir endurnýjaðir. Innleiðingu nýrra fjármálainnviða fylgir álag og smitáhrif ef áhætta raungerist. Nauðsynlegt er fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast vel með innleiðingunni og vera í viðbragðsstöðu.

Í tengslum við umfjöllun um greiðslustofnanir og aðra aðila er sinna greiðsluþjónustu var rætt um yfirstandandi endurskoðun á eftirliti með tilteknum áhættum tengdum greiðsluþjónustuveitendum þ.e. endurkröfu- og samþjöppunaráhættu.

Næsti fundur fjármálastöðugleikaráðs verður 14. mars 2018.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta