Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 19. desember

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundinn sátu: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri fjármálainnviða Seðlabanka Íslands og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 11:00 19. desember 2018
1. Kynning formanns kerfisáhættunefndar á helstu þáttum greinargerðar hennar
a. Fjallað um áhættu í fjármálakerfinu sem enn er talin tiltölulega hófleg og hefur lítið breyst frá síðasta fundi ráðsins. Lykiláhættuþættir nú eru þeir sömu og verið hefur, þ.e. hátt fasteignaverð, ör vöxtur ferðaþjónustu og samspil þessara þátta. Vöxtur skulda einkageirans er nú hraðari en nafnvöxtur landsframleiðslu. Óvissa er framundan vegna kjarasamninga og framvindu í ferðaþjónustu en áfram dregur úr spennu í þjóðarbúskapnum. Bankarnir hafa sótt fjármögnun á erlenda markaði en nú upp á síðkastið hefur áhættuálag þeirra þar hækkað. Þeir eru þó með rúma lausafjárstöðu í erlendri mynt. Viðnámsþróttur bankanna og þjóðarbúsins er mikill um þessar mundir.
2. Netöryggi og fjármálainnviðir
a. Endurnýjun grunninnviða. Farið yfir stöðu endurnýjunar grunninnviða bankanna – verkefni sem áætlað er að taki um 3 ár og er nú hálfnað. Almennt hefur endurnýjunin gengið vel en hún felur í sér nokkra áhættu meðan hún stendur yfir.
b. Umbreytingar á smágreiðslumarkaði. Rætt um ný smáforrit og nýjar leiðir í greiðslumiðlun, t.a.m. þær sem búast má við að ryðji sér til rúms í kjölfar innleiðingar nýrrar tilskipunar um greiðslumiðlun (PSD2) sem er á döfinni.
c. Fjártækni og netöryggismál. Gerð grein fyrir helstu áhættum sem felast í eftirliti með nýjum fjártæknilausnum og stöðu netöryggismála í fjármálakerfinu.
3. Ársfjórðungsleg ákvörðun um sveiflujöfnunarauka
a. Samþykkt tilmæli til Fjármálaeftirlitsins um að hækka sveiflujöfnunarauka um 0,25 prósentur, úr 1,75% í 2,00%. Hækkunin tekur gildi 12 mánuðum frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að leggja aukann á.
4. Önnur mál
a. Fundardagsetningar ársins 2019 samþykktar: 1. apríl, 21. júní, 24. september og 17. desember.
b. Fréttatilkynning samþykkt.

Fundi slitið 12:10.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta