Hoppa yfir valmynd
25. júní 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2019

Fjármálastöðugleikaráð hélt annan fund sinn á árinu 2019 mánudaginn 24. júní.

Hluti af þeirri áhættu sem byggst hefur upp á síðastliðnum árum hefur nú komið fram. Gert er ráð fyrir samdrætti landsframleiðslu í ár en hvorki er vitað hversu mikill né langvinnur hann verður. Samdráttur í þjóðarbúskapnum mun óhjákvæmilega reyna á heimili og fyrirtæki og líkur eru á að hann leiði til aukinna vanefnda skuldbindinga með tilheyrandi áhrifum á fjármálakerfið. Hins vegar er óvíst hvernig skuldavöxtur einkageirans mun þróast. Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðar- og atvinnuhúsnæði enda hefur framboð aukist töluvert.

Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er talsverður. Eiginfjárhlutföll þeirra allra eru nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins en lausafjárstaðan, einkum í íslenskum krónum, hefur versnað á síðustu mánuðum. Geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll er góð eftir uppgang síðustu ára. Ytri staða þjóðarbúsins er jákvæð og skuldir hins opinbera og einkageirans litlar í sögulegu samhengi. Peningastefnan og ríkisfjármálin búa við hagstjórnarsvigrúm til að bregðast við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma og gjaldeyrisforði Seðlabankans er stór.

Samþykkt var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að halda sveiflujöfnunarauka óbreyttum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta