Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 17. desember 2019

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundinn sátu: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hófst 13:06 17. desember 2019.

  1. Kynning formanns kerfisáhættunefndar á helstu þáttum greinargerðar hennar
    Formaður kerfisáhættunefndar fór yfir helstu þætti í greinargerð nefndarinnar til fjármálastöðugleikaráðs. Að mati nefndarinnar hefur sveiflutengd kerfisáhætta lítið breyst frá síðasta fundi. Það er áfram samdráttur í hagkerfinu en síðustu þjóðhagsreikningar voru hagfelldari en búist var við. Viðnámsþróttur fjármálakerfisins er enn töluverður. Um áramótin tekur gildi afsláttur á eiginfjárkröfur bankanna vegna lána sem veitt hafa verið til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem jafngildir lækkun á eiginfjárkröfu um 0,2% til 0,4% hjá bönkunum. Umræður um sveiflutengda kerfisáhættu, samdrátt í hagkerfinu og beitingu sveiflujöfnunarauka.
  2. Fjármögnun heimila og fyrirtækja
    Seðlabankinn hélt kynningu á stöðu og horfum um fjármögnun heimila og fyrirtækja og Fjármálaeftirlitið kynnti greiningu stofnunarinnar á þeim þáttum sem kunna að takmarka lánsframboð í bönkum hér á landi.
  3. Verðbréfamarkaðir og kerfisáhætta
    Fjármálaeftirlitið hélt kynningu á fjármögnun á verðbréfamarkaði og þjóðhagsvarúðartæki sem ESB er með á teikniborðinu til þess að draga úr kerfisáhættu sem slíkri fjármögnun kann að fylgja.
  4. Ársfjórðungsleg ákvörðun sveiflujöfnunarauka
    Tillaga um óbreyttan sveiflujöfnunarauka samþykkt.
  5. Önnur mál

Drög að fréttatilkynningu samþykkt.

Fundi slitið 14:00.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta