Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundargerð fjármálastöðugleikaráðs 18. desember 2020

Fundur fjármálastöðugleikaráðs 18. desember 2020

Fundarmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hófst kl. 13:05

1. Þróun áhættu í fjármálakerfinu og hagkerfinu
Farið var yfir helstu stærðir er varða fasteignamarkaðinn, verðþróun og fjölgun fyrstu kaupenda. Þrátt fyrir nokkurn útlánavöxt hefur skuldsetning ekki vaxið þannig að það sé talið ógna fjármálastöðugleika. Rætt var um nýlega dóma um uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs. Nokkur aukning hefur verið í vanefndum fyrirtækjalána kerfislega mikilvægra banka.
Þrátt fyrir áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á efnahagslífið er lausafjárstaða viðskiptabankanna enn góð. Markaðsfjármögnun bankanna gengur vel á innlendum og erlendum mörkuðum.

Fjallað var um áskoranir í efnahagslífinu, um viðvarandi atvinnuleysi og stöðuna í ferðaþjónustunni. Þær aðgerðir sem opinberir aðilar hafa gripið til vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á efnahagslífið voru raktar og farið yfir árangur af þeim. Þrátt fyrir erfiðleika síðustu missera þá er staðan nokkuð góð þegar litið er til verðbólgu, vaxtastigs og gjaldeyrisforða.

Rætt var um fjármálastöðugleika í samhengi við áform um heildarendurskoðun á lögum um lífeyrissjóði.

Seðlabankinn óskaði eftir því að sú heimild sem bankinn hefur til reglusetningar skv. 27. gr. laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, yrði afmörkuð með skýrari hætti þannig að kveðið yrði á um hámark heildarfjárhæðar fasteignláns til neytenda eða greiðslubyrðar þess í hlutfalli við tekjur neytenda. Samþykkt að ráðuneytið taki málið til skoðunar.

2. Skilavald

Seðlabankinn sagði stuttlega frá starfsemi skilavalds sem er ný eining innan bankans, sem kveðið er á um í lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

3. Önnur mál

Drög að fréttatilkynningu voru staðfest.
Fundi slitið kl. 14: 15


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta