Hoppa yfir valmynd
05. apríl 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálastöðugleikaráðs 21. mars 2022

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundarmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Rannveig Júníusdóttir, framkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneyti og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hófst 11:10
1. Þróun áhættu í fjármálakerfinu og hagkerfinu
Seðlabankinn kynnti meginatriði úr nýbirtu riti sínu um Fjármálastöðugleika. Þar var fjallað um versnandi efnahagshorfur og aukna óvissu vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Fjármálamarkaðir hafa orðið fyrir töluverðum áhrifum vegna þeirra og var meðal annars rætt um áhrif á verðbréfamarkaði, hækkandi verðbólgu og viðbrögð peningastefnunnar. Staða bankanna er talin góð og var vikið að hagfelldu kostnaðarhlutfalli þeirra og vaxtamun. Heimilin standa vel og það gera flest fyrirtæki einnig þó að styrkur atvinnugreina sé misjafn. Enn sem komið er virðast átökin í Úkraínu ekki hafa haft áhrif á bókanir hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum fyrir sumarið. Farið var yfir þróun á gjaldeyrismarkaði og áhrif breytinga á reglum um afleiðuviðskipti sl. sumar á framvirk gjaldeyrisviðskipti. Nokkuð var rætt um íbúðamarkað, skuldsetningu heimila og stuðning ríkisjóðs við fasteignamarkað.
2. Fjármálainnviðir og viðbúnaður vegna netógnar
Seðlabankinn fór yfir sviðsmyndir til að styðja ákvörðunartöku bankans vegna netógna og sagði frá verkefnum sem hann hefur ráðist í til þess að bregðast við þeim. Meðal þeirra eru viðbúnaðaráætlun um seðladreifingu, átak í netöryggismálum Seðlabankans sjálfs og yfirferð á viðbragðsáætlunum.
3. Staða á vinnu við mat á árangri þjóðhagsvarúðartækja og við opinbera stefnu um fjármálastöðugleika
Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika rakti framgang verkefna um mat á árangri þjóðhagsvarúðartækja og um opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Stefnt er að því að leggja skjölin fyrir næsta fund ráðsins sem er 22. júní nk.
4. Önnur mál

Drög að fréttatilkynningu yfirfarin og samþykkt.

Fundi slitið 12:15


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta