Hoppa yfir valmynd
20. október 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálastöðugleikaráðs og endurskoðuð stefna um fjármálastöðugleika

Fjármálastöðugleikaráð hélt þriðja fund ársins 2022 þriðjudaginn 18. október. Seðlabankinn kynnti þætti sem kunna að hafa áhrif á fjármálastöðugleika. Þar var vikið að versnandi alþjóðlegum efnahagshorfum og mögulegum áhrifum þeirra á endurfjármögnun fjármálafyrirtækja. Eiginfjárstaða bankanna er áfram sterk og afkoma af reglulegum rekstri hefur aukist.

Fjallað var um þróun á fasteignamarkaði og viðnámsþrótt heimilanna í kjölfar hækkandi vaxtastigs. Athygli var vakin á netöryggismálum og mikilvægi rekstrarsamfellu innlendra fjármálainnviða. Seðlabankinn upplýsti ráðið um framvindu innleiðingar á innlendri, óháðri smágreiðslulausn.

Í kynningunni var gerð grein fyrir meginatriðum í viðvörun evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB) um fjármálastöðugleika frá september 2022.

Fjármálastöðugleikaráð samþykkti endurskoðaða opinbera stefnu um fjármálastöðugleika sem tekur mið af breyttu hlutverki ráðsins í kjölfar sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Stefnan hefur verið birt á vef fjármálastöðugleikaráðs.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta