Hoppa yfir valmynd
26. júní 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023 fór fram mánudaginn 19. júní. Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Nokkuð var fjallað um þróun á íbúðamarkaði, skuldastöðu heimila og breytingar á greiðslubyrðarhlutfalli lántaka með hækkandi vöxtum. Til umræðu voru einnig útlán til fyrirtækja og aðstæður á markaði með atvinnuhúsnæði, en raunverð þess hefur hækkað undanfarin misseri ólíkt raunverði íbúðahúsnæðis. Á fundinum var farið yfir stöðuna á vinnu við innlenda óháða smágreiðslulausn og Seðlabankinn lagði fyrir fundinn tillögu að vinnuhópi um netöryggisstefnu fyrir fjármálakerfið til umræðu. Á fundinum var garð grein fyrir því að skilavald hefði ekki tekið neinar ákvarðanir frá síðasta fundi ráðsins. Rætt var um úttekt á íslenska fjármálakerfinu sem framkvæmd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og niðurstöður hennar sem nýlega voru teknar til umræðu í stjórn sjóðsins. Skýrslur úttektarinnar verða birtar 22. júní 2023.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta