Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2024
Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2024 fór fram mánudaginn 10. júní.
Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Meðal annars stöðu kerfislega mikilvægra banka og þróun á húsnæðismarkaði. Þá var fjallað um þróun innstæða m.a. hjá fyrirtækjum sem ekki eru talin kerfislega mikilvæg. Á sviði viðbúnaðar- og innviðamála var fjallað um stöðu vinnu við miðlægan innvið fyrir greiðslubeiðnir og fyrirhugaða viðlagaæfingu sem áætlað er að fari fram síðar í ár, en samkvæmt viljayfirlýsingu um samvinnu á sviði fjármálastöðugleika skal slík æfing haldin á 5 ára fresti. Á fundinum var gerð grein fyrir störfum skilavalds frá síðasta fundi ráðsins.