Hoppa yfir valmynd
08. október 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2024

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2024 fór fram mánudaginn 7. október.

Á fundinum var farið yfir stöðu og horfur í fjármálakerfinu og hagkerfinu. Sérstakt umfjöllunarefni var þróun á húsnæðismarkaði og húsnæðislánamarkaði. Staða kerfislega mikilvægra banka var rædd og nýleg álagspróf. Á sviði viðbúnaðar- og innviðamála var fjallað um stöðu vinnunnar við miðlægan innvið fyrir greiðslubeiðnir. Þá voru áhrifin á innviði í nýlegu rafmagnsleysi sem náði yfir stóran hluta landsins rædd. Á fundinum var gerð grein fyrir störfum skilavalds og væntanlegri skýrslu Seðlabankans um lífeyrismál.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta