Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2024
Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2024 fór fram mánudaginn 9. desember.
Á fundinum var farið yfir stöðu og horfur í fjármála- og hagkerfinu. Til umræðu voru fjármálastöðugleiki í Evrópu, nýlegar breytingar á eiginfjáraukum og áhrif af væntanlegum lagabreytingum sem meðal annars varða eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja.
Sérstök umfjöllunarefni voru þörfin fyrir sviðsmyndagreiningar vegna áframhaldandi óvissu á Reykjanesi og lánþegaskilyrði samkvæmt reglum Seðlabankans.
Á fundinum var gerð grein fyrir störfum skilavalds.