Hoppa yfir valmynd

Þjóðhagsmál

Forsætisráðuneytið hefur með höndum verkefni sem lúta að hagstjórn almennt. Þannig stýrir forsætisráðherra ráðherranefndum um ríkisfjármál og um efnahagsmál, hefur með höndum yfirstjórn Seðlabankans, þar með talið peninga- og gengisstefnu, samskipti við aðila vinnumarkaðarins á almennum vinnumarkaði og umsjón með vinnu Þjóðhagsráðs.

Forsætisráðuneytið hefur yfirsýn yfir innlend og erlend efnahagsmál. Ráðuneytið fylgist með þróun og horfum innlendra og erlendra efnahagsmála í því skyni að móta tillögur í efnahagsmálum fyrir forsætisráðherra, ráðherranefndir og ríkisstjórn og hafa eftirfylgni með efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Í þessu felst meðal annars að meta og koma með tillögur að aðgerðum er lúta að hagvexti, peningamálum, ríkisfjármálum, velferðarmálum, vinnumarkaðsmálum, innviðarmálum, auðlindamálum og langtímaþróun hagkerfisins. Þessi verkefni eru unnin í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Síðast uppfært: 9.8.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta