Hoppa yfir valmynd

Bankamarkaður

Bankamarkaður gegnir veigamiklu hlutverki við miðlun fjármagns frá sparifjáreigendum til lántaka og miðlun greiðslna fyrir vörur og þjónustu. Regluverki á bankamarkaði er ætlað að treysta fjármálastöðugleika og vernda neytendur. Meðal mikilvægustu reglna eru fyrirmæli um eigið fé og laust fé, sem auka getu banka til að mæta óvæntum áföllum, fyrirmæli um virka eignarhluti, sem eiga að tryggja að ráðandi hlutir í bönkum séu í eigu traustra aðila, og fyrirmæli um stjórnarhætti og áhættustýringu, sem stuðla að varfærinni stjórnun banka. Veigamesta löggjöf á þessu sviði eru lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Þau byggjast á samevrópsku regluverki, svonefndri CRD-tilskipun (e. Capital Requirements Directive) og CRR-reglugerð (e. Capital Requirements Regulation), sem aftur taka mið af alþjóðlegum viðmiðum um bankaregluverk, svonefndum Basel-stöðlum. Fjármálaeftirlitið, sem er hluti Seðlabanka Íslands, hefur eftirlit með því að farið sé að reglum á bankamarkaði.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 27.10.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta