Lánsfjármál ríkissjóðs
Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á lánaumsýslu ríkisins og mótar stefnu í lánamálum.
Ráðherra annast lántökur ríkissjóðs og ríkisaðila í A-hluta á grundvelli heimilda fjárlaga og í samræmi við lög um lánasýslu ríkisins, nr. 43/1990. Ráðherra skal á grundvelli fjármálaáætlunar setja árlega fram stefnu um markmið og viðmið fyrir lánastýringu ríkisins til fimm ára hið skemmsta. Stefnan skal jafnframt fela í sér áherslur í útgáfu ríkisverðbréfa og lánasamsetningu ríkissjóðs, áhættuþætti og upplýsingagjöf.
Eftir samþykkt fjárlaga og eigi síðar en fyrir árslok skal ráðherra setja fram ársáætlun um lánsfjáröflun ríkisins. Í ársáætluninni eiga að koma fram upplýsingar um áætlaða útgáfu ríkisverðbréfa, afborganir og þróun handbærs fjár á komandi ári.
Stefna í lánamálum
Stefna í lánamálum endurspeglar áform stjórnvalda um framkvæmd lánsfjármögnunar á tímabilinu. Meginmarkmið stefnunnar er að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði að teknu tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Í stefnunni er lýst markmiðum við lánastýringu, viðmiðum við stýringu lánamála, núverandi samsetningu lána ríkissjóðs, helstu áhættuþáttum við lánastýringu og áhættuskuldbindingum ríkissjóðs. Þá er lýst skipulagi við framkvæmd lánamála og hvernig upplýsingagjöf til markaðsaðila og fjárfesta er háttað. Stefnan er uppfærð árlega.
Lánshæfnismat
Lánshæfi endurspeglar mat á getu lántakenda til að standa við skuldbindingar sínar að fullu og á réttum tíma. Lánshæfismat skiptir því verulegu máli á fjármálamörkuðum og hefur áhrif á þau kjör sem lántakendum bjóðast hverju sinni.
Lánshæfi ríkissjóða eru metnir út frá ýmsum þáttum ríkisfjármála og efnahagsmála s.s. skuldastöðu hins opinbera, ytri stöðu þjóðarbúsins, hagvaxtarhorfum, samsetningu hagkerfis, stjórnmálalegri áhættu o.fl. Einkunnir matsfyrirtækja greinast í tvo meginflokka; fjárfestingarflokk og spákaupmennskuflokk. Fyrirtækin meta einnig horfur á breytingum á lánshæfismati samhliða einkunnagjöf og geta þær verið stöðugar, jákvæðar eða neikvæðar.
Þrjú alþjóðleg matsfyrirtæki meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands; Moody´s Investors Service, Standard & Poor´s og Fitch ratings. Matsfyrirtækin birta reglulega skýrslur og uppfærslu á lánshæfi og mati þeirra fylgir ítarlegur rökstuðningur.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á og fer með reglubundin samskipti við matsfyrirtækin.
Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs
Moody‘s Investors Service
- Skýrsla Moody's í mars 202425.03.2024
- Skýrsla Moody's í ágúst 202314.08.2023
- Skýrsla Moody's í júlí 202317.07.2023
- Skýrsla Moody's í janúar 202318.01.2023
- Skýrsla Moody's í nóvember 202230.11.2022
- Skýrsla Moody's í ágúst 202222.08.2022
- Skýrsla Moody's í júlí 2022 29.07.2022
- Skýrsla í febrúar 202223.02.2022
- Skýrsla í ágúst 2021 - Moody's26.08.2021
- Skýrsla Moody's - ágúst 2021 23.08.2021
- Skýrsla Moody's - febrúar 202115.02.2021
- Skýrsla Moody's - október 202006.10.2020
- Skýrsla Moody's - júlí 2020 31.07.2020
Standard og Poor's
- Skýrsla S&P í nóvember 202418.11.2024
- Skýrsla S&P í nóvember 202215.11.2022
- Skýrsla S&P um Ísland 15.11.2021
Fitch Ratings
- Skýrsla Fitch í september 202416.09.2024
- Skýrsla Fitch - Mars 202415.03.2024
- Skýrsla Fitch - september 202313.09.2023
- Skýrsla Fitch - október 2022 17.10.2022
- Skýrsla Fitch - apríl 202211.04.2022
- Fitch staðfestir lánshæfiseinkunn ríkissjóðs 18.03.2022
- Skýrsla Fitch - október 202105.10.2021
- Skýrsla Fitch - apríl 202121.04.2021
- Skýrsla Fitch - nóvember 202012.11.2020
- Skýrsla Fitch frá í júní 202030.06.2020
Efnahagsmál og opinber fjármál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.