Lífeyrisskuldbindingar hins opinbera
Á grundvelli kjarasamninga hefur mikill meirihluti ríkisstarfsmanna áunnið sér lífeyrisréttindi í Lífeyrissjóði starffmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunuarfræðinga.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins starfar í tveimur deildum A-deild LSR og B-deild, auk þess sem þar er boðið upp á séreignarlífeyrissparnað.
B-deild LSR og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga tryggja sjóðfélögum réttindi sem eru verðmætari en iðgjald það sem sjóðfélagar og vinnuveitendur greiða inn í sjóðina á hverjum tíma. Mismunurinn á áunnum réttindum og eignum B-deild LSR er tryggður með bakábyrgð ríkissjóðs og hjá LSR með bakábyrgð ríkissjóðs og annarra launagreiðenda.
Skuldbindingar B-deildar LSR umfram eignir námu í árslok 2016 561,3 ma.kr. og skuldbindingar LH námu 68 ma.kr. samkvæmt mati á tryggingafræðilegri stöðu þeirra..
Bakábyrgðaraðilar munu þurfa að leggja þessum sjóðum til fjármagn á næstu áratugum eftir því sem lög um lífeyrissjóðina kveða á um og til að tryggja að sjóðirnir geti staðið undir greiðslu lífeyris.
Lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaga
Sveitarfélög hafa annað hvort starfrækt lífeyrissjóði sambærilega og B-deild LSR eða fengið að greiða iðgjöld í LSR og LH.
Sveitarfélögin þurfa að greiða sjóðunum framlög til að standa undir greiðslu lífeyris á sama hátt og ríkissjóður gagnvart B-deild LSR og LH.
Opinber fjármál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.