Fjármálaáætlun 2022-2026
Aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa skilað miklum árangri og útlitið fram undan er bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. Þetta eru meginatriðin í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026.
Með aðgerðum stjórnvalda undanfarið ár hefur tekist að milda efnahagskreppuna, en á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga hafa nýtt fjölbreytt stuðningsúrræði, sem nema tugum milljarða króna.
Næstu árin er gert fyrir að hagkerfið taki að vaxa kröftuglega að nýju, en meginmarkmið stjórnvalda í áætluninni eru að styðja við vöxt efnahagsins og stöðva skuldasöfnun.
Sjá nánar - Fjármálaáætlun 2022-2026: Réttar ráðstafanir skiluðu árangri og björtum horfum
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Fjárlög fyrri ára
Fjármálaáætlun
Efnahagsmál og opinber fjármál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.