Hoppa yfir valmynd

Opinber fjármál - nýtt

Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða, hvernig fjármuna er aflað og í hvað þeim er varið. Stefnumörkun í opinberum fjármálum grundvallast á fimm grunngildum: Sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Þessi grunngildi eru leiðarljós allra stefnumótunar og ákvarðana Alþingis og stjórnvalda í opinberum fjármálum.

Fjárlagafrumvarp 2024

Hér færðu allar upplýsingar um nýtt fjárlagafrumvarp fyrir ári 2024 sem kynnt var 10. september.

Sjá nánar...

Grunngildi opinberra fjármála

Sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi eru þau fimm grunngildi sem stefnumörkun 

Sjá nánar...


Ársskýrslur ráðherra 

Birt árlega og gerð grein fyrir niðurstöðu útgjalda og mati á árangri í samanburði við sett markmið fyrir hvert málefnasvið og málaflokk til lengri tíma litið.

Bjarni Benediktsson kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026

Fjárlög

Fjármála- og efnahagsráðherra leggur fram á Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir næsta almanaksár á fyrsta fundi haustþings.


Fjármálaáætlun

Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum og gildir til fimm ára.


Fjármálaráð 

Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum.


Fjármálareglur

Þær fela í sér að heildarjöfnuður ríkis og sveitarfélaga yfir hvert fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5% af landsframleiðslu

Samstarf

Langtímaáætlun  

Lögð fram á þriggja ára fresti eða oftar en í áætluninni er lagt mat á líklega þróun samfélags-, atvinnu-, umhverfis- og byggðaþátta og lýðfræðilegra breytna til næstu áratuga.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta