Tekjur ríkissjóðs
Samfélagsreksturinn er einkum fjármagnaður með sköttum en einnig með þjónustugjöldum. Samsetning skatta þarf að vera með þeim hætti á hverjum tíma að skattlagning hafi ekki neikvæð áhrif á efnahagslífið. Þá gegnir skattkerfið hlutverki varðandi mótun á tekjuskiptingu samfélagsins.
Nauðsynlegt er að hafa stefnu um skattamál og fyrir aðra tekjuöflun ríkisins. Undirbúningur skattalöggjafar og vinna við lagafrumvörp og reglugerðir á sviði skattamála, með hliðsjón af stefnumótun ríkisfjármála og efnahagsmálum almennt er einn af meginþáttum þess verkefnis. Þá eru metnar forsendur og áhrif skattabreytinga sem teljast vera hluti af gerð lagafrumvarpa og tekjuáætlunar ríkissjóðs og stefnumótun ríkisfjármálastefnunnar almennt.
Hvað snertir þróun tekna eru sett heildarmarkmið fyrir tekjuöflun ríkissjóðs og langtímaáætlanir um þróun tekna.
Tekjur ríkissjóðs
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.