Hoppa yfir valmynd

Aðstoðarsamningar á sviði skattamála

Norðurlöndin hafa gert með sér samning um aðstoð á sviði skattamála sem lúta m.a. að gagnkvæmri aðstoð við öflun upplýsinga og innheimtu skatta. Samningurinn var fullgiltur með lögum nr. 46/1990 og tekur m.a. á öflun upplýsinga, birtingu skjala og innheimtu skatta.

Samningurinn eins og hann birtist í Stjórnartíðindum

Aðstoðarsamningur OECD og Evrópuráðsins

Ísland hefur verið aðili að samningi OECD og Evrópuráðsins um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum frá árinu 1996. Fram til ársins 2010 voru aðildarríki eingöngu úr hópi ríkja Evrópu eða OECD en eftir að G20 ríkin gáfu út yfirlýsingu í apríl 2009 um að efla þyrfti alþjóðlega samvinnu til að koma í veg fyrir skattaundanskot var í maí 2010 undirrituð bókun sem breytti samningnum. Breytingin sem gerð er á samningnum fólst í ríkari skyldu til að veita upplýsingar en jafnframt var ákveðið að veita ríkjum sem hvorki væru aðilar að OECD eða Evrópuráðinu kost á að gerast aðilar að samningnum og breyta honum þannig í öflugt tæki til að berjast gegn skattaundanskotum um heim allan. Í dag eru 115 ríki aðilar að samningnum og á grundvelli hans hafa aðildarríkin komist að samkomulagi um skipti á upplýsingum á sviði fjárhagsupplýsinga (CRS) og svokallaðar ríki fyrir ríki skýrslur (CbC).

Samningurinn í heild sinni - er fylgiskjal með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 135/2011

Breyting á samningnum frá 2010

Upplýsingar um aðstoðarsamninginn á vef OECD


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta