Útsvar
Útsvar er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og tekjur af því renna því ekki í ríkissjóð. Ríkisskattstjóri annast hins vegar álagningu og innheimtu útsvars. Útsvar er greitt í staðgreiðslu á tekjuári til bráðabirgða en launagreiðendur halda staðgreiðslunni eftir og skila í ríkissjóð. Endanleg álagning útsvars fer hins vegar fram eftir á.
Allir menn, sem eru tekjuskattsskyldir, greiða útsvar af tekjum sínum til sveitarfélags. Stofn útsvars, þ.e. sú fjárhæð sem útsvar er reiknað af, er sá hinn sami og í tilviki tekjuskatts, þ.e. hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem viðkomandi hlotnast og metin verða til peningaverðs hvaðan sem þær stafa eða í hvaða formi þær eru að teknu tilliti til sömu undantekninga og takmarkana og eiga við í tilviki tekjuskatts.
Í almennri umfjöllum um útsvar er útsvarshlutfallið oft gefið upp sem vegið meðaltal útsvars á öllu landinu. Það er hins vegar í höndum hvers sveitarfélags að ákvarða útsvarshlutfallið inntan tiltekinna marka en það má ekki vera hærra en 14,74%.
Skattar og þjónustugjöld einstaklinga
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.