Eftirlitsgjald vegna reksturs Fjármálaeftirlitsins
Aðilar sem sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins greiða sérstakt eftirlitsgjald. Tekjur af gjaldinu renna til reksturs eftirlitsins. Gjaldið nemur tilteknu hlutfalli af svokölluðum álagningarstofni, þ.e. efnahags- eða rekstrarliðum samkvæmt ársreikningi eftirlitsskylds aðila fyrir næstliðið ár.
Gjaldhæð er ákveðin árlega en Fjármálaeftirlitið gefur ráðherra skýrslu fyrir 1. júlí ár hvert sem inniheldur áætlun um rekstrarkostnað næsta árs. Skýrslunni fylgir álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila. Sé þörf á að breyta gjaldhæðinni leggur ráðherra breytinguna fyrir Alþingi í formi lagafrumvarps.
Skattar og gjöld vegna atvinnurekstrar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.