Gistináttaskattur
Gistináttaskattur er sérstakur skattur sem lagður er á sölu gistingar. Skatturinn er lagður á hverja selda gistináttaeiningu. Slík eining er skilgreind sem leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring. Með gistiaðstöðu er átt við herbergi, húsnæði eða svæði sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, að svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar.
Tilgreina ber gistináttaskatt á sölureikningi eða greiðslukvittun og myndar hann stofn til virðisaukaskatts og ber virðisaukaskatt eins og gistingin.
Skil á gistináttaskatti eru rafræn. Gistináttaskattur nemur fastri fjárhæð á hverja selda gistináttaeiningu. Ekki skal leggja gistináttaskatt á sölu gistingar sem ekki ber virðisaukaskatt.
Skattar og gjöld vegna atvinnureksturs
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.