Hoppa yfir valmynd

Veiðigjöld

Samkvæmt lögum um veiðigjald leggur Fiskistofa veiðigjald á og renna tekjur af því í ríkissjóð. Skráðir eigendur íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar á nytjastofnum sjávar bera gjaldið. Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og tryggja þjóðinni í heild hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnun sjávar.

Veiðigjald er greitt af lönduðum afla á tilteknum greiðslutímabilum en í sumum tilvikum er leiðrétt fyrir slægingu eða annarri aflanýtingu fyrir löndun.

Veiðigjald er lagt á í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla. Ríkisskattstjóri gerir tillögu um fjárhæð veiðigjalds hvers nytjastofns fyrir komandi veiðigjaldsár eigi síðar en 1. desember. Ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál auglýsir gjaldið fyrir áramót. Veiðigjaldsár er almanaksár.

Síðast uppfært: 6.2.2020 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta