Hoppa yfir valmynd

Sjálfboðaliðinn

 

mynd af auglýsingu

 

Sjálfboðaliðar verja á hverjum degi tíma sínum í margvísleg samfélagsleg verkefni af umhyggju og einstakri ósérhlífni.

Íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt er drifið áfram af sjálfboðaliðum. Alltaf er pláss fyrir fleiri hendur við ýmiskonar verkefni.

Viltu gerast sjálfboðaliði?

Hafir þú hug á að gerast sjálfboðaliði bendum við þér til dæmis á eftirtalda aðila:

Ráðstefna

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði til ráðstefnunnar Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans mánudaginn 5. desember 2022 kl. 12:00–15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni var fjallað um störf sjálfboðaliða og áskoranir hjá samtökum sem reiða sig á störf þeirra.

„Með öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi byggjum við upp sterka einstaklinga. Þar gegna sjálfboðaliðar lykilhlutverki, án þeirra væri starfið ekki mögulegt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Öll viljum við búa í góðu samfélagi. Samfélag þar sem einstaklingar eru tilbúnir að ráðstafa tíma sínum og orku í þágu heildarinnar er gott samfélag. Sjálfboðaliðastarf tengt íþrótta- og æskulýðsfélögum er ómetanlegt og mikilvægt að ræða hvernig hægt er að viðhalda og efla slíkt starf í nútímasamfélagi.“

Upptaka af ráðstefnu

Hér má nálgast upptökur af öllum erindum á ráðstefnunni:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta