Hoppa yfir valmynd
16.04.2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samantekt frá fundi NPA verkefnisstjórnar og fulltrúa Vinnueftirlits ríkisins

Á fundi með verkefnisstjórn NPA þann 27 mars sl. lögðu fulltrúar Vinnueftirlitsins fram ýmsar ábendingar um það hvernig best væri hægt að tryggja sem farsælast vinnuumhverfi við framkvæmd NPA. Þær ábendingar fylgja hér með.


27.mars 2012

Samantekt frá fundi NPA verkefnisstjórnar og fulltrúa Vinnueftirlits ríkisins.

Þeir sem voru á fundinum eru:  Björn Þór Rögnvaldsson lögfræðingur VER, Hafdís Sverrisdóttir eftirlitsmaður og Þórunn Sveinsdóttir deildarstjóri.

Í umræðunni var vísað til eftirfarandi:

1. Lög og reglugerðir sem vísað var til á fundinum:

  • Lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
  • Reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum
  • Reglur nr. 499/1994 um öryggi og hollustu við að handleika byrðar

Ekki tæmandi upptalning en reglugerð 920/2006 fjallar m.a. um skipulag vinnuverndarstarfs og áhættumat, sem var töluvert rætt. Hægt er að sækja allar reglur og reglugerðir á heimasíðu VER. Þegar gera á áhættumat þarf að horfa til allra þátta í púslinu, og þá koma fleiri reglugerðir til skjalanna en hér eru nefndar.

2. Leiðbeiningabæklingar um áhættumat eru ýmsir á heimasíðunni, m.a. þessir:

  • Áhættumat
  • Áhættumat - leiðbeiningar

3. Vinnuumhverfisvísir sem kæmist hvað næst NPA heitir:

  • Hjúkrunarheimil-heimahjúkrun-sambýli-þjónustuíbúðir

4. Sex-skrefa aðferðin við gerð áhættumats er hér:

  • Sex-skrefa aðferðin

Margvíslegt annað efni er að finna á síðunni sem getur verið hjálplegt auk námskeiða sem Vinnueftirlitið býður upp, sjá www.vinnueftirlit.is.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta