Hoppa yfir valmynd
14.01.2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

NPA á árinu 2015

Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að framlengja samstarfsverkefnið um notendastýrða persónulega aðstoð til ársloka 2016 eða þangað til endurskoðun á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks er lokið. Fjármögnun til verkefnisins á árinu 2015 hefur verið tryggð. Gert er ráð fyrir því að gildandi samningar geti haldið sér út árið 2015 auk þess verði hægt að bæta við 5 til 10 samningum á árinu.  Gert er ráð fyrir því að framlag ríkisins verði áfram 20% á móti 80% framlagi sveitarfélaga. Heildarupphæð ríkisframlagsins verður 135 m.kr. á árinu 2015 sem þýðir að heildarupphæð NPA samninga getur orðið um nálægt 700 m.kr. á landsvísu á árinu 2015.

Nú er unnið að úttekt á samstarfsverkefninu sem er í höndum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir því að úttektinni verði lokið í byrjun árs 2016. 

Verkefnisstjórnin um NPA vinnu nú að endurskoðun Handbókar um NPA þar sem tekið verður á ýmsum þeim ábendingum sem þegar hafa komið fram við framkvæmd verkefnisins. Gert er ráð fyrir því að nýja útgáfan verði tilbúin í mars næstkomandi. 

Í frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra til laga sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og lögum um málefni fatlaðs fólks er gert ráð fyrir því að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest til framtíðar sem þjónustuúrræði fyrir fatlað fólk.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta