Ósk um viðræður við mennta- og menningarmálaráðuneytið um samþættingu NPA í skólastarfi
Verkefnisstjórn NPA samþykkti á fundi sínum þ. 19. apríl sl. að fara þess formlega á leit við menntamálaráðuneytið að eiga um það samstarf hvort ekki séu möguleikar á því að samþætta betur ADL þjónustu fyrir fatlaða nemendur skv. 34. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð 230/2012 við NPA. Þetta yrði þá gert með það í huga að þeir nemendur sem nytu NPA gætu einnig fengið hana með samþættum hætti á skólatíma.