NPA í nútíð og framtíð
Í vor og í sumar hafa mörg verkefni verið í deiglunni á vettvangi verkefnisstjórnar um NPA. Drög að nýrri handbók um NPA mun brátt líta dagsins ljós, endurskoðuð hafa verið samningsformin sem notuð hafa verið í NPA, ný umgjörð fyrir starfsleyfi liggja fyrir og námskeiðslýsingar fyrir notendur, aðstoðarfólk og starfsfólk eru í burðarliðnum svo eitthvað sé nefnt. Verkefnisstjórn NPA gerir ráð fyrir því að þessi vinnugögn verði kynnt almenningi nú á næstunni. Markmiðið með þessari vinnu verkefnisstjórnarinnar er að upplýsa notendur, aðstoðarfólk, starfsfólk sveitarfélaga og pólitískt kjörna fulltrúa um helstu áherslur á þeim sviðum sem gætu stuðlað að árangursríkari framkvæmd NPA í nútíð og framtíð.